16.9.06

Heimspeki og broddflugur

Aðfaranótt fimmtudags heimsótti mig geitungsdreki. Laumaðist inn um gluggann klukkan hálfþrjú, vakti mig suðandi og fékk sér svo sæti í sólinni frá leslampanum. Mér var nær að kveikja þegar ég heyrði suðið í honum. Ég barðist hetjulega hálfa nóttina, þangað til mér tókst að lauma honum ofan í glas.
Morguninn eftir svaf ég yfir mig. Missti af tíma í heimspeki þar sem tilkynnt var um fyrsta ritgerðarefni vetrarins. Ritgerðin er svosum varla verð heitisins. Þrjúhundruð og fimmtíu orð teljast varla ritgerð. Nema hvað, efnið: Í málsvörninni líkir Sókrates sér við broddflugu. Hvaða ljósi varpar sú líking á hugmyndir hans um hlutverk heimspekings?

Engin ummæli:

Rollerblades at night