2.9.06

Við upphaf skólaárs

Fyrsta grein sem lesa þarf heima þessa skólaönnina er í kúrsinum Menningarheimum. Að sjálfsögðu reyndist hún á dönsku. Það þótti mér ekkert nema jákvætt, tákn til framtíðar jafnvel, og ákvað að taka þetta með trompi.
Í höndunum hef ég áttatíu ára gamla danska orðabók Freysteins Gunnarssonar, með íslenzkum þýðingum. Hún er í raun byggð á orðabók Jónasar Jónassonar og Björns Jónssonar, en aukin og breytt.

Ég ætla sumsé að rifja upp dönskuna mína með hundrað og tíu ára gamalli orðabók. Mér finnst það töff.

Engin ummæli:

Rollerblades at night