10.10.06

Jukkurnar á Hlemmi

Hverjum datt það eiginlega upphaflega í hug að troða þessum pálmajukkum í glerbúrin á strætóhúsinu á Hlemmtorgi? Hvurn fjandann á þetta eiginlega að þýða? Er þetta táknrænt fyrir einhverskonar vin í stórborgareyðimörkinni? Eða eiga þessar steindauðu pálmajukkur að standa fyrir frumskóginn sem stórborgin (með öllum sínum heterótópísku svæðum eins og Hlemmi) er?
Væri ekki bara nær að henda alvöru gróðri þarna inn, og skella kannski dansandi öpum eða litríkum páfagaukum með? Þá myndi þetta allavega hreyfast...

3 ummæli:

Regnhlif sagði...

Það væri gaman. Svoldið svona eins og Eden í Hveragerði.

hallurth sagði...

Mér fyndist það töff. Myndi kannski líka stuðla að fjölgun farþega Strætó bs. Fleira fólk sem myndi vilja leggja leið sína um Hlemm.

Nafnlaus sagði...

Ha bíddu? Er of langt síðan ég hef verið á Hlemmi eða er ég blind?

Rollerblades at night