- Ert þú að fara að vinna í nótt?
- Já.
- En þú mátt það ekki - þá koma bófarnir og stjela þér!
- Nei, ég er einmitt að passa að bófarnir steli ekki neinu. Það er það sem ég geri í vinnunni.
- (Hugsar sig örlítið um) Ég veit hvað þú gerir.
- Hvað geri ég?
- Ég skal lána þér sverðið mitt. Ég á svona sjóræningasverð. Þá geturðu barið alla bófana sem ætla að stjela þér með því.
1 ummæli:
Þetta hlýtur að vera allt annað líf, ég var orðinn þreyttur á því í sumar að þurfa berja frá mér með næstu tiltæku göngugrind ...
Skrifa ummæli