Af hverju? Til hvers? Af hverju ekki bara að kaupa tilbúnar kökur? Eða að baka þær bara frá grunni? Hvurslags endemis undankomuleið er þetta; maður þarf ekki að gera deigið, maður getur bara skorið þær í sneiðar og skellt þeim í ofninn.
Af hverju ekki bara að kaupa tilbúnar?
3 ummæli:
Kannski af því að það er svo gott að narta pínu í deigið. Held samt að það sé frekar af því að þá finnst fólki að það sé búið að baka fyrir jólin. Sögnin 'baka' vísar í raun bara til þess að setja inn í ofn og láta bakast.
Annars er þetta bara aumingjaskapur, annað hvort gerir maður deigið sjálfur eða sleppir því bara að borða kökur!
sammála er það ekki einmitt þegar maður býr til jólakökur frá grunni þegar jólaandinn loksins læðist yfir mann?
Af hverju ekki að kaupa tilbúnar? Af því að nýbakaðar og heitar kökur bragðast bara langbest! Og hvur veit, ef þú ert lúmskur þá halda gestirnir jafnvel að þú hafir bakað from scratch.
Skrifa ummæli