26.11.06

Hugsanleg ástæða þess hve lítið kemur út úr lærdómnum hjá mér:

Fjúkk, hugsa ég og strýk svitann af enninu. Enn eitt verkefni frá og þá er bara stóra ritgerðin eftir. Í bili. Helvítis verkefnið um Salman Rushdie og Söngva Satans búið að sitja í mér lengi, enda las ég upphaflega vitlaust efni og ekkert geta mætt í tíma undanfarið. Svo ég neyddist til að lesa allt efnið á síðustu stundu, móta skoðanir upp á nýtt og fylla í eyður. En það hafðist. Og það snemma á sunnudegi, svo nú hef ég alveg tvo daga fyrir stóru rökfærsluritgerðina í heimspekinni. Nokkurnveginn með það á hreinu hvað ég ætla að skrifa um; búinn að velta þessu fyrir mér alla vikuna og nú á ég í raun ekkert eftir nema að lesa almennilega yfir kaflann í bókinni (einu sinni til) og punkta hjá mér, setja saman smá grind að ritgerð og hefjast svo handa fyrir alvöru.
Ekkert mál.

Líklega best að ég fari fyrst aðeins í MegaMan.

Engin ummæli:

Rollerblades at night