- Sagan segir að Herbie Flowers, sem spilaði á bassa í laginu Take a walk on the wildside, hafi upphaflega stungið upp á því að hafa tvær bassalínur til að geta rukkað tvöfalt tímakaup. Lou Reed sjálfur segir að hann hafi viljað melódískan bassagang á móti melódíunni (sem er óskup falleg heyri maður söngvara með mjúka rödd syngja hana).
- Í laginu er spilað á tvo bassa, bæði kontrabassa og rafmagnsbassa, og er rafmagnsbassalínan tíund ofar en hin, og sérlega dregin. Flowers sagði í viðtali að þetta væri dálítið væmið, og að það hefði bara verið mögulegt að gera eina plötu þar sem þessi hugmynd væri notuð. Hann var bara sá sem var svo lánsamur að gera þetta fyrstur.
- Saxófónleikarinn Ronnie Ross, sem spilar saxófónsóló í lok lagsins, hafði kennt upptökustjóra plötunnar á saxófón þegar hann var krakki. David Bowie sá um upptökur á Transformer, plötunni sem lagið kom fyrst fyrir á.
- Stúlknatríóið sem syngur dúin („And the coloured girls go...“) kallaði sig Thunderthighs.
- Persónurnar sem textinn fjallar um, voru allar raunverulegar og voru fastagestir í Verksmiðju (e. the Factory) Andys Warhol.
20.11.06
Tilgangslausar staðreyndir:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli