9.12.06

Hafnarskáld í Nörrebro

Það er á svona stundum sem mér er skapi næst að verða bara löghyggjumaður. Hlutirnir ganga bara upp. Við fengum svar í dag, draumaíbúðin okkar Ástu býðst okkur til leigu frá því um miðjan janúar. Ég fer reyndar ekki fyrr en í marsbyrjun, en það hefur spilast þannig úr þessu að Ásta getur flutt inn fyrst. Það var bara ekki hægt að sleppa þessari íbúð á svona tækniatriði.

En nú er ekki annað hægt en að dansa og tralla. Ásta kemur annars heim á fimmtudaginn. Ekkert nema glaumur og gleði framundan... um leið og ritgerðin er frá.

1 ummæli:

mandarina sagði...

vá til hamingju!!!!!

Rollerblades at night