22.12.06

Á kaffistofunni

Ég hef iðkað kaffistofusamræður af kappi í dag. Það er skemmtilegt form, þar ræður hispursleysið ríkjum. Það er samt skemmtilegt að fylgjast með breyttum viðhorfum til tilverunnar og samfélags innan þessa spjalls. Hugmyndir fólks á miðjum aldri um samkynhneigð eru tildæmis breyttar; hún þykir ekki lengur viðbjóður og ónáttúra, heldur svolítið skemmtileg og spennandi.
Annað sem er skemmtilegt við vinnustaðakaffistofur, er möguleikinn á að hreykja sjálfum sér án þess þó að virðast montinn. Með því að segja sögur af sjálfum sér eða ræða eigin áform fyrir framtíðina, og viðra um leið eigin skoðanir á málefnum líðandi stundar, getur maður farið gjörsamlega út fyrir mörk þess sem vinir manns og kunningjar myndu almennt taka gilt og ekki afskrifa sem hreint mont eða sjálfbirgingshátt.
Ég verð að fara að finna mér dagvinnu...

Engin ummæli:

Rollerblades at night