21.12.06

Þrumur og eldingar

Á símanum hennar Ástu er ljós sem blikkar taktfast. Það fer óskaplega í taugarnar á mér í myrkri, því að þrátt fyrir að vera pínulítið tekst því alltaf að lýsa upp myrk herbergi og gera mér gjörsamlega ókleift að festa svefn.
Í nótt vorum við rétt ósofnuð, nýkomin heim, og herbergið lýstist upp. Ég bað Ástu að snúa símanum sínum á hvolf. Hún játaði með heilmiklum semingi, en sagði svo að hann væri á hvolfi. Hagræddi honum og reyndi að koma í veg fyrir að hann blikkaði aftur. Nokkrum sekúndum síðar drundi svona heiftarlega í himninum.

Síminn hennar Ástu blikkar sumsé eins og elding!

Engin ummæli:

Rollerblades at night