Jú, það var ansi huggulegt að rúnta eftir þjóðveginum með sítrónugulan hálfmána í stefni. Hann lá afvelta, karlinn í tunglinu, svona spikfeitur, en skelli-, skellihlæjandi.
Ég er ekki alveg viss hvort umferðin hafi liðið svona hægt áfram, þægilega yfirveguð, af því að allir ökumennirnir voru með hugann við tunglið eins og ég, en eitthvað var það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli