1.3.07

Nef fyrir tímasetningum


Ég ætla að birta þessa mynd aftur, mér finnst hún flott.

Það verður hinsvegar seint um mig sagt að ég kunni ekki að velja tímann. Á morgun flyst ég búferlum, endanlega, í hringiðu mótmæla og slagsmála á Norðurbrú. Næstu fregnir af mér verða því væntanlega sagðar með barefli á lofti við þá iðju að verja eigin híbýli frá hamslausum lýð. Það er ekki laust við að maður lifi spennandi lífi.
Á sama tíma hríðfellur verð á bókum, og bókamarkaður opnar í Kringlu. Þar hefði ég mögulega geta tapað mér og eytt sem nemur fjórföldum mánaðarlaunum bankaforstjóra. Matvöruverð fellur tímabundið í nánast eðlilegt horf. Ég á svosum eftir að sjá það gerast, en fyrstu dagarnir munu vafalítið einkennast af einhverskonar sigurvímu almennings, þar sem hver maurinn af öðrum verslar sér fulla körfu allskyns ónauðsynja til að kanna hvort verð hafi breyst á þessari vöru og hinni.
Og kók verður ódýrast. Gosdrykkir og sælgæti. Á meðan ætla ég að lifa heilsulífi í óeirðunum, læra að lifa af einni máltíð á dag (svo nægur peningur verði eftir fyrir námsmannabjór), og lesa mig nær geðveilu en ég hef áður komist. Og svo ætla ég að stunda heilmikið kynlíf.

En ég kem í stutta heimsókn í vor, aðalega til að framkvæma einhvurn prófagjörning, og þangað til bið ég ykkur vel að lifa.

Engin ummæli:

Rollerblades at night