8.3.07

Sókrates snýr aftur


Ég velti því stundum fyrir mér af hverju það er ekki búið að hasarvæða Platon og skella honum á kvikmyndaform. Richard Attenborough gæti farið í hlutverk Sókratesar, það ku vera í tísku að leika ófrítt fólk meðal Hollywoodleikara í dag. Mel Gibson væri svo kjörinn til að leikstýra kraðakinu. Hann gæti jafnvel haft þetta á forn-grísku!
Við sáum annars Apocalypto í gær. Mér finnst hún alls ekki jafn slæm og henni hafði verið lýst fyrir mér, en skelfing raung var hún samt. Nenni hinsvegar ekki að velta mér upp úr því -nóg gladdi mig það að sjá Spánverjana vappa þarna fagurbrynjaða (og sagnfræðilega ranglega)- en frasinn „Run, [f]orest, run“ hlaut á skemmtilegan hátt nýja merkingu fyrir mér.

Engin ummæli:

Rollerblades at night