24.4.07

28 dögum síðar...

Nú þegar einhver minnist á það rifjast upp fyrir mér að fyrir ekki svo laungu síðan geisuðu, að sögn, óeirðir hér í nágrenninu. Varla hægt að segja að hverfið beri þess mikil merki - einna helst þessi byssuhvellur sem ég heyrði um daginn. Jú, kannski er hægt að kalla bölvanir nágrannans, þessi óp og öskur sem ég heyri þegar ég sit á dallinum og les um lýðræði, leifar byltingarinnar.
Hann neyðist til að borga af nýjum bíl næstu árin í ljósi þess að gamli Volvoinn hans fuðraði upp í boði sænsks eða þýsks atvinnumótmælanda.

Engin ummæli:

Rollerblades at night