Ég held að það sé einhver stór misskilningur í því fólginn að Garðar Svavarsson hafi verið Svíi. Húsvíkingar eru í það minnsta ekki af neinu sænsku bergi brotnir, engan veginn. Eftir að hafa skemmt mér við hljómsveitir eins og Túpílaka og Ljótu hálfvitana, velkist ég ekki í neinum vafa að þeir séu undan Írum komnir. Meira að segja Þórir, sá húsvíski, gæti verið einhverskonar íslensk birtingarmynd Damiens Rice.
Svo tala báðir flokkar, Húsvíkingar og Írar, með svo skemmtilegum hreim.
2 ummæli:
mikið finnst mér eitthvað til í þessu...
Svavar var víst sænskur. En við erum bara ekki undan honum komin því hann flúði land eftir einn vetur án þess að skilja nokkuð eftir sig nema þrælinn Náttfara. Þjóðerni þrælsins er aftur á móti á huldu.
Skrifa ummæli