21.4.07

Tilboð aldarinnar

Það flæðir upp úr póstkassanum í hotmailinu þessa dagana, af pósti frá fyrirtæki sem kallar sig Kaboom, og sérhæfir sig í klósetthreinsivörum. Þessa dagana virðast þeir vera að setja á markað eitthvert undraefni sem gæti orðið þess valdandi að maður þurfi aldrei að hreinsa klósettið sitt aftur. Þessi skilaboð fæ ég frá þeim sjö eða átta sinnum á dag, hið minnsta. Ég veit reyndar ýmislegt verra en að hreinsa klósett, en ég er ekki æstur aðdáandi þess.
Ég verð því eiginlega að viðurkenna að það er svolítið kitlandi að versla sér eins og einn dúnk....

Engin ummæli:

Rollerblades at night