9.5.07

Verund sem var

Þremur lokið af fjórum, þetta er allt að koma. Að hripa fjögur próf á einni viku er mögnuð upplifun. Stundum vildi ég samt óska að ég hefði skrifað ritgerðir, aðalega af því mig langar að skrifa ritgerð. Skrifa eitthvað allavega, eitthvað annað en blogg.
Í listheimspekinni komst ég á flug og flaug að lokum framúr mér. Vonandi verð ég jafn montinn af útkomu og niðurstöðum og ég er kátur núna. Ísland er alveg að verða búið. Alveg bráðum.
Eftir helgina hunskast ég aftur heim með rófuna sperrta. En þetta hefur hreint ekki verið svo slæmt, þrátt fyrir allt sem áður hefir verið látið flakka, sumt jafnvel sagt í hálfkæringi, annað fullri alvöru. Um Ísland gildir þó: Ómögulegt er að dveljast lengur en viku á landinu, án þess að rekast á tvo þriðju hluta allra þeirra sem þú hefir áður átt samskipti við. Set þetta upp í syllógisma seinna. Rökfræði ekki mín sterkasta hlið; verst þykir mér að það voru ekki heldur greinarnar sem ég taldi mína sterkustu hlið. Nema kannski listheimspekin og fagurfræðin.
Enda eðlilegt það...

Engin ummæli:

Rollerblades at night