19.4.07

Hasar

Það er ákaflega viðeigandi að þar sem við sitjum tvö og horfum á heimildamynd um umsátrið í Waco, í tilefni þess að það eru fjórtán ár síðan það átti sér stað, glymji skothvellur í húsunum í kring- ásamt sjúkra- og lögreglubílum sem flykkjast á staðinn. Ég er ekki enn viss hve langt í burtu þetta var, en skelfing var þetta mikill hávaði.

18.4.07

Ég gleymdi:

Hér skín sól og er frábært veður, og ekkert að brenna nema steik mannsins í næstu íbúð (sem mér finnst eiginlega að hann ætti að fara að taka af grillinu...)

Tíu litlir negrastrákar...

Þá er eftirlætis kaffihúsið mitt orðið að einhverri öskuómynd, í það minnsta að innan. Sá staður í Reykjavík sem hefur átt hvað mesta hlutdeild í mér, utan heimilisins á Ljósvallagötu, er í molum. Hlutum sem ég hef eitthvað í að sækja á þessari ofmetnu freðmýri fer sífellt fækkandi.

...einn þeirra varð að ösku, og þá var eftir...

12.4.07

Segja mér Svíar

... Og nú segir sænska konan í sjónvarpinu mér að það eigi að yfirfæra Engla og djöfla í kvikmyndaform. Tom Hanks áfram sem hetjan með skelfilegu hárgreiðsluna.

Var ekki ein nóg?

Doctor Who

Það er með ólíkindum hvað er hægt að gera vont sjónvarpsefni með góðum leikurum. Sé svolítið eftir því að hafa haft þetta í gangi, farið ekki bara og slegið höfðinu utan í vegg einhversstaðar.
Svei'attan þessum Svíum að sýna mér svona ömurð.

Að vera bara heima hjá sér...


6.4.07

Reyklausa svæðið

Þessi risavaxni öskubakki þjónaði hlutverki borðs á reyklausa svæði kaffihúss sem ég sat inni á og las í síðustu viku. Mér þótti þetta bera vott um danska kaldhæðni, og get ekki annað en hrósað Baunum fyrir þessa fyndni.

Páskahiti (easter fever)



Jú, hitastigið fór vissulega hækkandi. En þeir sem urðu eitthvað argir yfir þessu monti mínu, geta þá huggað sig við að það var ekki lofthitinn sem rauk upp, heldur minn eigin líkamshiti. Ég fékk sumsé hita og hálsbólgu, og hef því haft fá tækifæri til að njóta vorsins og góða veðursins sem hefur herjað á Kaupmannahöfn. Æi, svo blés vindurinn ansi köldu, svo það var ekkert svona hlýtt lengi - helst að maður telji til síðasta laugardag sem yndislegan.
Mér leiðast veikindi almennt, það fer í taugarnar á mér að vera heftur frelsi (hugsanlega á ég við stjórnsemivandamál að stríða?), en auk þess er óhuggulegt að verða veikur þegar heilahimnubólga herjar á Höfn. Fjórir látnir, allt unglingar á milli fimmtán og tuttugu ára aldurs, og heilsugæslur og bráðamóttökur hafa ekki undan við að svara spurningum. Ég beygi hálsinn reglulega og held því keikur fram að ég sé bara með hálsbólgu og nefrennsli. Ef einhver vill endilega hafa áhyggjur af mér, skal sá hinn sami hafa áhyggjur af að ég drepist af völdum legusára.
Mér skilst að það séu komnir páskar, en eina merki þess sem ég verð var við er að ég get nálgast spurningakeppni fjölmiðlanna á vef RÚV. Hefðir fjölskyldunnar hafa meðal annars falið það í sér að hlusta á þann þátt og fara í bíltúr eða göngutúr þessa daga. Fyrir vikið þykir mér hálf kjánalegt að vera ekki að fara út í göngutúr núna, sakir veikinda.

Og nú hnerraði Ásta kröftuglega.

4.4.07

Um ljón

„One thing is for sure: Scar is going to try and make the most out of everything with the minimum amount of effort possible.“
- Big Cats Diary á Animal Planet

Rollerblades at night