13.2.06

Djók

Ég hef gaman af tengingum og er lunknari við að sjá þær en margir aðrir. Stundum er það bara vandræðalegt en yfirleitt má hafa gaman af þessu.

Tveir eftirlætis grínistarnir mínir tengjast mér á fjölmarga skemmtilega vegu. Til að byrja með eru þeir báðir dauðir og Magnús kynnti mig fyrir þeim báðum eftir að þeir drápust. Auk þess höfðu þeir báðir sérstaka sviðsframkomu og neyttu eiturlyfja úr hófi.
Síðan fara tengingarnar að verða langsóttar og skemmtilegar.
Annar þeirra fæddist einum degi og þrettán árum á undan mér. Hinn dó daginn eftir að ég varð þrettán ára. Þeir voru báðir á fertugsaldri þegar þeir dóu, þó raunar hafi fimm ár skilið þá að. Annar þeirra var þrjátíu og tveggja ára, hinn þrjátíu og sjö.
Þeir voru báðir farnir að huga að gerð sjónvarpsþáttar sem byggði á gríninu sem þeir fluttu á sviði rétt fyrir dauða sinn. Báðir komu þeir gjarnan fram undir áhrifum eiturlyfja.

Ég hef oft fundið fleiri og langsóttari tengingar en þetta, en mér finnst þetta með afmælisdaginn minn og töluna þrettán svolítið skemmtilegar tilviljanir.

Annars voru þeir ekki sérlega líkir grínistar að neinu leyti.

[Þegar ég las yfir þessa færslu aftur fannst mér eins og ég væri að fullyrða að ég væri forfallinn eiturlyfjaneytandi. Fíkniefnatengslin voru að sjálfsögðu á milli þeirra tveggja.]

Engin ummæli:

Rollerblades at night