6.2.06

Frekja eða frumlegheit

Mér er lífsins ómögulegt að fara línulega eftir reglunum. Samt er ég tiltölulega löghlýðinn og hlýðinn yfirleitt. Hinzvegar finn ég mér oftar en ekki leiðir til að beygja aðeins útaf, framkvæma hlutina öðruvísi en ætlazt er til.
Þannig að þegar það lá fyrir einfalt verkefni fyrir skólann: Að halda tölu upp úr einum af þeim textum sem lesa átti fyrir þennan kúrs, gat ég ekki á mér setið. Ég lét bæta við ítarefni svo ég gæti þulið framsögu um það. Enn ein bókin á leslista sem var svosum ekkert stuttur fyrir.
Þetta rímar samt þannig séð alveg við þá ákvörðun mína að skrifa metafiksjónal leikritsgreiningu á fyrsta mínu fyrsta námsári í akademísku umhverfi. Og líklega má alveg heimfæra þá ákvörðun að halda risaafmælispartí þegar ég hef sízt efni á því eitthvað uppá svona hegðun.

Sumir fullyrða að þetta sé angi af ákvörðunarfælni og veruleikafirringu, og tjá þarmeð ítrekaðar áhyggjur sínar af heilsu minni. Ég held að þetta beri vott um hvað ég er frumlegur í hugsun og snjall.
Eða ég vona það allavega.

Engin ummæli:

Rollerblades at night