3.2.06

Stæðileiki

Sally sjóræningi fullyrðir að hún þekki Íslendinga frá Dönum þar sem þeir fyrrnefndu valsa um stræti hinna ýmsu byggðarlaga Baunaveldisins. Hún segir að þeir íslenzku gangi hnakkakertir og beinir í baki, séu tígulegir og ákveðnir, jafnvel þó þeir séu bara í Bilko að verzla.
Á meðan ráfa Baunirnar eins og sauðahjörð, bognar í baki og lúffulegar í framan, og þefa af öllum hillum.

Ég veit ekki, en ég sá eina íslenzka frú sem gekk ansi hnarreist upp Laugaveginn og splundraði hoknum hópi túrista við kortaskoðun.
Þeir horfðu líka gapandi á eftir henni.

Engin ummæli:

Rollerblades at night