Ég held að ég þurfi að fremja hina fullkomnu framsögu í apríl, og skrifa ritgerð upp á meira en tíu um eitthvað agalega heimspekilegt. Ég næ þessu prófi á morgun ekki svo glatt.
Samt sagði mér einu sinni kona í stórmarkaði að ég gæti orðið hvað sem ég vildi. Hún gleymdi reyndar alveg að taka það með í reikninginn að það vantar svolítið upp á rökhugsunina hjá mér. Svona án þess að ég sakni hennar eitthvað, rökhugsunarinnar.
En hún kenndi mér einu sinni ensku, konan. Þá var ég rosalega klár.
Þá var ég tíu ára.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli