23.2.06

Akkilesarhæll

Einu sinni, einhverntímann í öðru lífi, var ég skotinn í þessari stelpu. Það var ekkert merkilegt skot, ég er ekki viss um að hún hafi vitað af þessu (svo ef hún finnur þennan link verður hún pottþétt hrædd, en ókei: ég rambaði inn á þetta í gegnum síðuna hans Friðgeirs).
En þetta var þó nægilega merkilegt til þess að ég hlypi á eftir einhverri stelpu sem ég hélt að væri hún upp Laugaveginn með þeim afleiðingum að ég steig ofan í holu þar sem hefði átt að vera gangstéttarhella og sneri á mér ökklann. Teygði á liðbandi og læti.
Eftir þetta var ég alger hetja, haltraði inn á næsta bar (sem var Sirkus) og kældi með bjór, sat svo með stelpu í fanginu og lúkkaði meira og minna kúl framundir morgun. Vafði einhverju utan um þetta þegar ég kom heim og svaf vært það sem eftir lifði nætur.
Daginn eftir sagði ég mömmu frá þessu og hún stakk upp á því að ég gæti verið ökklabrotinn. Ég hélt að ég myndi deyja, missti allt afl í fætinum langleiðina upp í nára og mér sortnaði fyrir augum. Í huganum valdi ég tónlistina sem spila ætti við útförina.

Tveimur mánuðum síðar sneri ég mig aftur, í þetta sinn fyrir utan Kaffibarinn, og síðan þá má varla blása of hvasst á löppina á mér og það tognar á henni.

Stelpan atarna skyldi mig eftir með ör úr öðru lífi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hurðin að mínu fyrrum herbergi í Mosfellsbæ ber örin fyrir mig og mína fornu ástarsorgir.
Guð blessi hurðina.

hallurth sagði...

já það er rétt. annars telst hún obba ekki beinlínis til ástarsorga. hún er ein af fáum sem hefur (óbeint þó) skilið eftir sig svona líkamlegt ör.

Nafnlaus sagði...

Nei, ekki heldur það sem ég kalla ástarsorgir. Notar maður þetta sterka orð ekki svolítið léttvægt?
Ég vona að ég kynnist henni ekki bókstaflega, þ.e. ástarsogrinni.

0508 sagði...

Er edda Obba?

hallurth sagði...

edda? setti ég upp eitthvað vitlausa mynd eða eitthvað?
stelpan sem átti að vera á þessari mynd heitir obba. hver er edda?

Nafnlaus sagði...

jájájá

hallurth sagði...

forvitnin hvetur mig til að spyrja hver anonymous er?

Rollerblades at night