23.2.06

Fimmtíu og tveir og pabbi minn

Pabbi á afmæli í dag. Hann er fimmtíu og tveggja. Fyrir töluglaða þá er það tuttugu og fimm afturábak. Við pabbi deilum hliðarsummu þetta árið. Heitir það ekki hliðarsumma? Stærðfræði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.

Þegar ég verð fimmtíu og tveggja, ef ég verð fimmtíu og tveggja, ætla ég bjóða fólki til veislu. Ég ætla að láta fjölda gesta ganga upp í töluna sjö. Það myndi vera hliðarsumman. Kannski heitir þetta eitthvað annað?
En svo ætla ég að gefa öllum spilastokka. Og það mega engin hirðfífl vera í þessum spilastokkum. Þá væri grínið eiginlega ónýtt.

3 ummæli:

hallurth sagði...

Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta gæti hugsanlega heitið raðsumma? Eitthvert stærfræðiséníið sem kann á þessu skil?

hallurth sagði...

þversumma!! gunni geir sagði.

Nafnlaus sagði...

Þið pabbi þinn hafið haft sömu þversummu frá því að hann var 50 ára og þú 23 ára, þversummuleiðir skilja hins vegar þegar að þú verður þrítugur - úff, ekki góður aldur það.

Rollerblades at night