25.2.06

Glaumur og...

Það er fremur róleg nótt handan rúðuglersins. Úr portinu berast engin köll eða ómur af næturbrölti nágrannanna. Ég velti því fyrir mér hvort tónlistin sem berst frá mér hefur þessi áhrif á nágrannana. Tónlist sem hefði allt eins geta ómað frá næturklúbbi í París um miðja tuttugustu öld. Edith Piaf, Dizzy Gillespie, Django Reinhardt, John Coltrane...
Raunar held ég að Django hafi verið dauður og grafinn um miðja tuttugustu öldina, en andinn lifir áfram, þið skiljið.

Ég á afmæli í dag. Er tuttuguogfimm ára. Gamall. Spurning um að gera úr þessu einhverskonar nýtt upphaf, eða bara halda áfram á sömu reikulu brautinni? Ég veit ekki.
En ég á allavega afmæli í dag. Hoy, hace veintycinco años, yo nacio. Veit ekki hvort þetta er rétt, en mér finnst þetta allavega hljóma nokkuð nærri lagi. Þarf að komast aftur út og sannreyna þetta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju aftur.

Nafnlaus sagði...

til hamingju blesi

Nafnlaus sagði...

Hola Hallur y feliz cumpleano! Espero qué te pasa bien en la futura ;)Hasta luego

Rollerblades at night