26.2.06

Hrærður

Já, börnin mín. Þið eruð öll æðisleg. Engum blöðum um það að fletta að ég hef aldrei upplifað annan eins afmælisdag og kvöld. Og það er í sjálfu sér engu um að þakka nema ykkur.
Kann ekki að lýsa þakklæti mínu öðruvísi en á þann veg að ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur jafn vel og ég, og að allir hafi skilið við veizluna jafn hamingjusamir og ég gerði. Hljómsveitin skemmti mér konunglega og allar gjafir voru þegnar með tárvotum augum. Engin aumingjaskapur, en engin lygi heldur.
Ég vona að allir átti sig á hve óskaplega mér þykir vænt um að eiga slíkt fjölmenni af góðum vinum, og ég vona líka að ég nái að halda sambandi við alla þessa vini sem mér þykir svo vænt um. Mér hefur sjaldan fundist ég jafn heppinn (þrátt fyrir að þetta hljómi eins og úr einhverri sjálfshjálparbók).

Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já takk fyrir okkur, þetta var hörkuafmmæli og hljómsveitin alveg brilliant, og að taka Russlönu var alveeg geggjað;)

hallurth sagði...

og takk fyrir komuna bæði tvö!

Rollerblades at night