10.2.06

Ómur hversdagsins III - Dularfulla hljóðið

Ég bý í risi, undir súð og allt það. Þegar það er hvasst úti hvín í þakrennunum. Ég veit ekki hvað veldur því eða hvers vegna. Veit bara að ef vindurinn hvín þá gaular í öllum veggjum hérna.
Fyrst hélt ég að þetta kæmi úr ofninum. Að það væri loft í ofninum og gauluðu í honum garnirnar. Hægðist ekkert um þó ég tappaði af og allt. Margt sem maður lærir jú af því að vera húsvörður, þó það sé að náttlagi.
Nema hvað, eftir töluverða íhugun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri sumsé í þakrennunum. Ég veit samt ekki enn hvað þetta er.

Engin ummæli:

Rollerblades at night