Í nótt skrikaði mér fótur þegar ég var á leiðinni upp til mín. Ég hélt á plastpoka með kókflösku í, og var með töskuna hangandi hinum megin. Ég var líka alveg búinn í fótunum eftir að hafa verið í vinnunni í örfáa tíma. Samt sat ég stóran hluta af þessum tíma í vinnunni.
Mér fannst hálf kjánalegt að hrasa þarna seint um kvöld, og var alveg viss um að allir í blokkinni hefðu vaknað og væru nú að fussa og sveia yfir þessum sídrukkna unglingi sem væri fluttur í risið.
Ég meina, ég er nú að verða tuttuguogfimm!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli