7.3.06

Af hégómleik og útliti á interneti

Mér líkar óskup vel við síðuna mína. Hún er svona hvít og stílhrein, alveg laus við allt skraut og flúr hverskyns. En hégóminn, sem gælir ansi djarft við mig þessa dagana, heimtar eitthvað meira. Hann langar svo að sjá einhverjar myndir þarna, til dæmis mynd af mér sjálfum!
Þekkir einhver nægilega vel til í vefheimum til að segja mér hvar maður gæti geymt slík listaverk án þess að borga fyrir það krónu?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hm kann bara á blog.central.is það er hægt að velja alla liti þar:)
Spurðu Gunnar ofur bloggara?

Nafnlaus sagði...

nei spurðu mig..þá mun aldrei neinn sjá mynd af þér nokkurn tímann aftur..;)

hallurth sagði...

ekki það að ég vilji eitthvað hverfa í óminni internetlenda, en ég er bara forvitinn að sjá svarið: Björk, hvar finn ég pláss til að geyma sjálfsmyndir á interneti án þess að greiða fyrir það krónu?

Rollerblades at night