Í dag helltust himnarnir yfir suðvesturhornið, og í kjölfarið skalf jörðin og nötraði. Æðri máttarvöld blésu svo öllum þeim sem hættu sér út fyrir hússins hlið eitthvað áleiðis út í hafsauga.
Þegar kvöldaði hlustaði ég á frosið ský falla til jarðar fyrir utan gluggann minn. Ég sjálfur kúrði undir sæng á meðan.
Ég er að hugsa um að gera bara það sama þegar heimsendir gengur í garð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli