28.3.06

Af upphafi tímans

Jæja, smá fyrir kommentakerfið. Segið mér, öll sem eitt, hverjar eru ykkar hugmyndir um upphaf tímans? Og ekkert nafnleysi takk fyrir, bara, þið vitið, hvernig tengjast ykkar trúarbrögð hugmyndum ykkar um upphaf heimsins og tímans?
Já, ég er alveg dottinn í það...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tíminn er afstæður. Ég fór til dæmis í tíma í morgun. Hann byrjaði klukkan 8.15. Ókei þú er sennilega að meina Tímann með stóru téi. Hann byrjaði aldrei. Og honum lýkur aldrei. Upphaf og endir tímans eru ekki til. Aldrei er orðið sem þú átt að pæla í....
Tókst mér að hljóma djúp? Ákvað bara að kommenta fyrst það var enginn búinn að því, annars væri þetta hálfsorglegt.

hallurth sagði...

takk fyrir það, todda mín. ég var einmitt á mörkum þess að benda á það að kommentakerfið logaði...
en hvað um það, aldrei segir hún.
næsti...

Nafnlaus sagði...

tíminn er einstaklingbundinn. Minn tími byrjaði þegar ég fæddist og mun enda þegar ég drepst, sama hvar ég verð staddur. T.d ef ég ferðast um tímann í framtíðina, þá mun tíminn minn ekkert breytast. ertu að fatta?

hallurth sagði...

jámm. ég fatta. en, svo ég snúi útúr, þá tel ég meiri líkur á fortíðarferðum en hitt. en allavega, gott svar.

Rollerblades at night