Mig dreymdi hamfararir í nótt. Eldgos, læti, allir inn á Reykjalund, þar var skjól. Skil ekki alveg af hverju. Ég var sorgmæddastur yfir því að skilja allar bækurnar mínar eftir í þrílyftu gistihúsi sem foreldrar mínir ráku og var staðsett einhversstaðar á leiðinni á milli Keflavíkur og Mosfellsbæjar sem skyndilega lá yfir Hellisheiði. Og ég sem var alltaf svona góður í landafræði þegar ég var lítill. Greinilegt að undirmeðvitundin tók engan þátt í þeim lærdómi.
Ég skildi heldur ekki í sjálfum mér að reyna ekki að bjarga einhverjum bókanna.
[02:38. Mér datt í hug þegar ég fór að velta þessu fyrir mér að kannski hafi haglélið sem hrundi á gluggann minn (og jafnvel inn um hann og yfir mig) hafi haft áhrif á þessar hamfarir drauma minna.]
Engin ummæli:
Skrifa ummæli