5.4.06

Ágætis byrjun - nostalgía

Ég hafði alveg steingleymt því hve flott myndbandið við lagið Viðrar vel til loftárása er. Ógurlega dramatískt og fallegt.
Mundi líka þegar ég sá það eftir því þegar Jónsi sagði mér söguna af tilurð nafnsins. Veit ekki hvort ég sé að svipta einhverri dulúð hérna, en hann sagðist hafa heyrt þetta í útvarpinu. Það var einhver veðurfréttamaður sem ku hafa látið þessi fleygu orð falla. Ef ég man þetta rétt.
Þetta var á þeim tíma sem voru sífelldar loftárásir í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu. Eða eitthvað svoleiðis.

Ég hitti hann í strætó, Jónsa, og hann sagði mér þessa sögu. Þá hafði lagið ekki verið nefnt, að ég held. Mér finnst svona sögur af tilurðum svo skemmtilegar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en hræðilega kaldhæðið og ljótt en samt hrikalega fallegt eitthvað..

hallurth sagði...

mér finnst bara stórfenglegt að ímynda mér veðurfréttamanninn nota þetta orðalag.

Rollerblades at night