4.4.06

Bókvarnir

„Þoturnar fara en bækur koma. Bandaríkjamenn ætla að gefa Íslendingum hundruðir bóka um öryggis- og varnarmál.“ Vona að tilvitunin sé rétt að orðalagi. Innihaldið er í það minnsta það sama og Páll Magnússon var að þylja í seinnifréttum núna rétt í þessu.
Er verið að gera grín að okkur? Eru þetta skot á þetta sífellda mont okkar, að við séum svo mikil bókaþjóð? Eða halda Kanarnir í alvöru að þetta sé það sem við vorum að væla?
Þetta er stórfenglegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta megafyndið. Í fyrri fréttunum var fyirsögn þessarar fréttar: "lesið ykkur bara til" eða eitthvað þannig.

hallurth sagði...

Jámm. Mér finnst þetta það fyndnasta sem BNA hafa stungið upp á í langan tíma. Fyndnara en Hollívúdd.

Rollerblades at night