Það eru miklar umræður og vangaveltur um feminisma á Rafauganu (hér og hér). Einnig skrifar Eiríkur Örn fínan pistil á Fjallabaksleið sína.
Ég hef aldrei talið sjálfan mig beinlínis til feminista. Þó er ég mjög hlynntur jafnrétti. Raunar svo hlynntur að mér finnst það sjálfsagt mál.
Samkvæmt þessum greinum gæti ég þurft að endurskoða þá afstöðu mína. Samkvæmt þeim er ég bara samt feministi.
Kannski ég skrifi bara ögn lengri pistil um þetta allt saman? Viðri mínar skoðanir um öfgakenndan feminisma og sjálfskæðan, og réttlætishugsjónir. Á ég?
2 ummæli:
auðvitað áttu!! engin spurning
kvitta næst með navni, Berglind mín. En ég er að efast. Þessi umræða er út um allt, og það er eiginlega búið að segja allt sem mér finnst.
Held að ég sé bara á góðri leið með að kalla mig feminista, því miðað við allt þetta, þá er ég það líklega...
Skrifa ummæli