13.4.06

Því ég er vinur þinn...

Ókei (og ég skrifa það með einföldu... tökuorð, og allt það). Stundum veit maður alveg strax hverjir eru og verða vinir manns. Bara stundum. Og maður heldur sambandi þó það teygist á því; maður vill halda í tengslin af einhverju sem virðast andlegar ástæður.
Og svo allt í einu, upp úr þurru, fattar maður af hverju maður hélt sambandi. Það er ekki lengur rökfræðilegt, það er ekki afleiðing neins. En það er skiljanlegt. Það er bara eins og það hafi alltaf
átt að vera svona.

Takk fyrir kvöldið, ég skemmti mér betur en konunglega.

6 ummæli:

hallurth sagði...

...ég er á mörkum þess að líða útaf (drepast). samt heyrði ég setningunnni „þú ert ekkert svo fullur“ fleygt í kvöld.
jámm...

Nafnlaus sagði...

Kommentar þú á þínar eigin færslur? - TR

Nafnlaus sagði...

ég vil vera vinur þinn og við verðum að finna meiri tíma til að hangsa og rifja upp af hverju við erum vinir

hallurth sagði...

Hver er TR? Og já, TR, ég geri það stundum (alloft) þegar ég skrifa þær drukkinn.

Ásta & allir sagði...

Já gerður notaði orðið pöddufull til að lýsa mér við heimkomu, en þó taldi ég mig alls ekki hafa drukkið mikið heldur. Takk sömó fyrir kvöldið.

Nafnlaus sagði...

http://www.nyhil.org/ljodadagur.asp?id=267

Rollerblades at night