28.4.06

Viktoría er týnd...

...en mamma hennar heldur áfram að standa í dyragættinni og kalla á hana.

Mig langar að skrifa eitthvað um þessa umræðu sem hefur spunnist um sigurljóð Fréttablaðskeppninnar, en ég ætla ekki að gera það. Ekki til að vera kúl (það er kúl að leiða svona umræður hjá sér) heldur af því að það er eiginlega fátt sem hefur ekki verið sagt. Nema það augljósa.

En ég ætla ekki að vera sá sem bendir á það, það er eitthvað svo kjánalegt.

Þeim sem ekki hafa fylgst með (og eru þarafleiðandi að sjálfsögðu ókúl) bendi ég á þetta og þetta og þetta og þetta. Og enga leti, lesið öll komment! Þetta er fjandi áhugaverð umræða.
Umfjöllun þeirra Eiríks og Ásgeirs um keppnina var góð, og ég stend ennþá fastur á því hvert ljóðanna mér fannst best og þar fram eftir götunum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er búin að renna yfir þetta allt saman, rosa umræða. Ef ég væri hið umtalaða sigurskáld myndi ég fagna þessum gífulegu viðbrögðum. Ekki á hverjum degi sem óreyndir pennar fá umfjöllun frá jafn viðurkenndum skoðendum og þessu fólki. Ekki myndi mér finnast þetta amalegt satt best að segja!

Nafnlaus sagði...

Ha, er ég orðinn viðurkenndur skoðandi? best að láta það í símaskránna ...

Rollerblades at night