28.4.06

Tjörnum þetta!

Það var dimmisjónglaumur í gangi á Austurvelli áðan. Ég sveigði aðeins framhjá vellinum, aðalega af því að ég nennti ekki að pota mér í gegnum þvöguna, sem var ansi þétt. Þegar ég svo var kominn framfyrir Alþingishúsið ruddist hópur stráka framhjá mér. Þeir voru íklæddir appelsínugulum samfestingum, það stóð eitthvað á bakinu sem ég sá ekki hvað var (enda ekki von til þess), og á milli sín báru þeir sæmilegasta gúmmibjörgunarbát.
„Það er Tjörnin!“ hrópaði einn þeirra og benti foringjalega framhjá dómkirkjunni. „Við tökum þetta á Tjörninni, Tjörnum þetta!“

Engin ummæli:

Rollerblades at night