27.4.06

Vorboðinn ljúfasti

Það eru rónar allsstaðar og útum allt. Um daginn settist einn þeirra hjá mér á bekk við Hlemmtorg og spjallaði við mig. Við áttum í þó nokkuð djúpum samræðum, svona eins og langt og samræður við mann sem hefur ekki fylgst með nema samsæriskenningum og áfengisflöskum í einhver ár geta orðið djúpar.
Þegar við vorum hvað mest ósammála, með tilheyrandi rökræðum og hávaða, komu tvær unglingsstelpur aðvífandi og gerðu heiðarlega tilraun til að sníkja strætómiða. Hann benti á mig og kallaði mig forstjóra strætó og ég benti til baka og kallaði hann milljarðamæring. Við vorum báðir sáttir við nafnagiftirnar.
Stelpurnar héldu hinsvegar áfram að sníkja miða og fannst við lítið sniðugir.
Þið fáið þetta hvorteðer ókeypis, sögðu þær.

Ég skildi ekki alveg hvað þær meintu þá, en skil það núna. Þær héldu líklega að við værum að deila pelanum sem hann hélt á.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú hefur nú löngum verið rónalegur...

Nafnlaus sagði...

Þetta er einum of fyndið.

Rollerblades at night