21.5.06

Af fyrsta partíleik sumarsins

Jæja, þá eru komnir fimm dagar síðan fyrsti partíleikur sumarsins hófst. Ég leyfi mér að segja fimm dagar þar sem hann hófst tæknilega klukkan fimm að morgni þess sautjánda. Þannig að við erum á fimmta degi í dag. En hann stendur bara í fimmtán daga, svo nú er málið að fara að bretta upp ermarnar og út að mynda.
Það eru ýmsar leiðir að þessu, en ég þreytist ekki á að ítreka það að innihaldið skiptir miklu meira máli en tækniatriði. Ég er ekki að leita að tæknilega fullkomnum myndum, þó falleg bygging myndar sé aldrei illa þokkuð. Það er heldur ekki bannað að bæta myndir í tölvu. Kannski óþarfi að fara útí einhverja vitleysu eins og að skeyta myndum saman eða krassa og krota á þær; það er ekki bannað en það hjálpar engum.
Það er lítil sem engin afsökun að eiga ekki myndavél. Hér má sjá hvernig hægt er að búa til myndavél. Og ef enginn nennir því þá er hægt að kaupa einnota myndavél. Myndir úr þeim geta alveg verið fínar. Án þess að ætla eitthvað að fara að leiða ykkur í einhverja átt þá eru hér dæmi um það að einnota vélar geta myndað fallega. Munið að ég verð samt ekki einn í dómnefnd.
En áfram gakk! Út að mynda.

Engin ummæli:

Rollerblades at night