Með bleika tösku og í mosagrænum sokkum. Annars var hún alveg svartklædd. Hafði ljóst, stutt hár, það var eiginlega gult á litinn, og hún settist við hliðina á mér á Hlemmi. Ekkert einkennilega nálægt mér, það var örugglega engin meining á bakvið það. Líklega hef ég bara virst hættulausastur þeirra sem sátu þarna.
Ég hafði séð hana einhversstaðar áður, mundi ekki hvar, en mundi samt eftir svörtu fötunum og bleiku töskunni. Hún hafði gylltar brúnir og gyllt handföng, taskan.
Mér fannst hún sæt, stelpan.
Það var því helst fyrir annmarka eigin feimni og meðvitund um smæð borgar og lands að ég sat bara eins og álfur (með rauða húfu) þangað til strætóinn minn kom.
Stundum er ég fífl.
1 ummæli:
nei hallur þú ert fyndinn... :)
Skrifa ummæli