Ein Lilja á afmæli í dag. Lilja Birgis. Hún er í Hollandi, í Haag, að vera ljósmyndari. Og hún er sko miklu klárari en ég (pun intended). Önnur Lilja átti afmæli fyrir tveimur dögum. Lilja Laufey. Hún er hætt að blogga, að mér sýnist, en ég læt þennan hlekk samt flakka.
Á föstudaginn átti hún Berglind líka afmæli. Hún fær samt engan hlekk fyrr en hún fer að blogga.
Ég held að Atli Antonsson hafi átt afmæli þá líka. Hann bauð mér allavega í afmælið sitt þá. Eins og sauðurinn sem ég er beilaði ég á því. Fór á eitthvað fyllerí og var ruglað við Dag Kára í staðinn.
En ofantalin, auk Heddu frænku minnar, sem átti afmæli tíunda maí, fá bestu kveðjur, afmæliskveðjur, frá mér. Hvort sem þær berist eða ekki.
Tillukku öll.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli