Ég ætla að éta það ofan í mig að ég sé góður í að muna afmælisdaga. Allir sem hafa heyrt mig segja það geta, og mega - ég gef leyfi - hlæja að mér núna. Lilja Laufey á nefnilega ekkert afmæli fyrr en næsta fimmtudag, þann 25. maí. Og einhver, sem ég man bara ekkert hver er, átti afmæli 20. maí! Hann/hún fær samt sem áður bara hamingjuóskir frá mér. Verður eiginlega bara að taka þær til sín, því ég man ekki hver hann var.
Gleymdi líka Guðrúnu Þuríði sem átti afmæli alveg í byrjun maí, þann fimmta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli