Yfir portið berast stundum óp og stunur. Þetta hefst yfirleitt einhverntímann um miðja nótt og líklega verð ég bara var við þær af því að ég vaki gjarnan inn í nóttina. Tvær raddir, karl og kona, og það heyrist eiginlega hærra í karlmanninum. Leikurinn er samt alltaf stuttur.
Annað slagið heyri ég líka rúmgafl slást taktfast upp við vegg, en ég held að það séu ekki þau. Það er örugglega í minni byggingu, en lætin hafa líklega komið handan portsins.
Ég veit ekki af hverju ég mundi þetta, það er langt síðan ég heyrði í þeim síðast. Hugsanlega samt af því að þegar ég drap í öllu sem gaf frá sér hljóð fyrr í nótt og ætlaði að sofa smá, þá heyrði ég mjög daufan óm af tónlist einhversstaðar frá. Þá rifjaðist þetta upp fyrir mér, af öllu.
Skyldu þau annars vera flutt líka?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli