Ég hef aldrei smakkað sushi. Ætlaði einu sinni að fá mér svoleiðis með norskum vinkonum mínum. Það var á hótelveitingastað í Salamanca en þeir voru búnir að loka. Samt var klukkan ekkert margt. Við fengum okkur eitthvað annað í staðinn, eitthvað tyrkneskt. Ekki spyrja mig hvað það hét, hvað það var eða hvernig það bragðaðist.
En ef einhver vill endilega kynna mig fyrir þessu undri eldamennskunar þá er hverjum sem er frjálst að bjóða mér upp á sushi í Iðu. Ég bíð bara eftir boðum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli