24.6.06

HM spakur

Hingað til nokkuð góð spá. Þeir sem hafa nennt að lesa í gegnum þetta hafa vonandi tekið eftir því að Marquez er meira að segja búinn að setja mark. Nú er bara að sjá hvort Argentínumenn hafi þetta ekki af. Ég held reyndar svolítið með Mexíkóum. Ólíkt dómara leiksins.
Pabbi minn var hinsvegar óragur og spáir Áströlum sigri á Ítölum. Það þykir mér hetjulegt, sérílagi þar sem pabbi hefur ansi oft reynst nokkuð spakur. Hann fullyrðir líka, ákafar en nokkru sinni fyrr, að Þjóðverjar verði heimsmeistarar í ár.

3 ummæli:

elaine x sagði...

... just a random blog surfer since march, 2k6 ... this is my first site i've seen from any one in iceland! cheers ... your country-mate bjork is one of my favorite artists ...
too bad google translator has not added icelandic to its options, would have loved to have known what someone from iceland is talking about in 'blogland!'
best wishes!
peace & harmony,
elaine
'freedom must be exercised to stay in shape!'
www.funkthis.biz

Nafnlaus sagði...

Mig dreymdi oftar sem áður tóma steypu í nótt. Eitt atriði er þó ótrúlega skýrt. Ég var að horfa á fótboltaleik hérna útá velli. Þú varst í öðru liðinu. Síðan var hornspyrna, þú komst á vælandi ferð inn í vítateig og skallaðir boltann (varst samt með hattinn á hausnum), boltinn fór beint í slánna. Þú náðir honum aftur á hægri og dúndraðir aftur, beint í slánna. Þaðan fór boltinn á hægri hönd þína og beint í netið. Vonbrigðin fann ég í gegnum svefninn.
Þessi draumur er greinilega þrunginn merkingu, er bara að sjóða hana saman. Læt þig vita þegar suðan er komin upp.

hallurth sagði...

vá! ég bíð sannarlega spenntur eftir ráðningu þessa draums. sjitt, hvað ég hlýt að hafa verið kúl í fótbolta með hattinn á höfðinu. verð eiginlega að prófa það bráðlega.

Rollerblades at night