21.6.06

HM

Hollendingar spila djass. Þeir hanga á boltanum og sendingin kemur þegar þeir eru alveg við það að detta úr takti. Þeir spila svalan djass, cool jazz. Fara sér engu óðslega. Enginn sambataktur. Bara rólegheit yfir mönnum. Svo skiptast þeir á að taka sóló upp kantana, send'ann fyrir þar sem Nistelrooy kemur honum í netið á offbeatinu. Eða hvað? Della, ég veit.
Þó Argentínumennirnir séu alveg góðir og svona, þá fíla ég þá bara ekki nógu vel. Ekki einu sinni þó þeir spili meira og minna á Spáni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta fannst mér afskaplega falleg myndlíking

Nafnlaus sagði...

Er þetta orðið yfirlýst fótboltablogg Hallur?:)

Nafnlaus sagði...

svöl færsla, mann langar bara að hlusta á djass!

hallurth sagði...

Tja, kannski ekki yfirlýst fótboltablogg, en kannski pínu HM gjörningur eða eitthvað.

Rollerblades at night