Esjan gaus hreinlega sólsetri áðan. Blasti við mér eins og eldur á himni. Himinninn var svo rauður að hann speglaðist á öllum sléttum flötum: húsþökum, gluggum og meira að segja dökkgráu (ljóssvörtu sagði einu sinni einn maður við mig), nýlögðu malbikinu.
Líka afar viðeigandi kvöld. Dagurinn í dag er nefnilega staðsettur mitt á milli lengsta dags ársins (sumarsólstöður) og Jónsmessu, sem átti samkvæmt einhverri lygi sem ég heyrði í gamla daga, að vera lengsti dagur ársins. Sumsé, dagurinn í dag er mitt á milli lensta dags ársins og lengsta dags ársins. Svolítið eins og Mosfellsbær sem er á milli Reykjavíkur annars vegar og Reykjavíkur hinsvegar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli