7.6.06

Rútína

Mér leiðist rútína meira en allt. Eða svoleiðis. Samt verð ég ótrúlega háður þeim litlu rútínum sem ég festist í.
Ég tek tildæmis strætó á morgnanna, heim úr vinnunni. Þá sest ég í næst aftasta sæti vinstra megin í vagninum. Ég sest raunar alltaf í næstaftasta sætið vinstra megin í vagninum, alveg sama hvert strætóinn er að fara. Eða ég.
En á morgnanna kemur alltaf inn stóð af fólki í Háholti. Alltaf sama fólkið. Og ein kona sem sest alltaf í sætið fyrir framan mig. Þá neyðist ég alltaf til að taka hnén af sætistbakinu og gera eitthvað annað við fæturnar á mér.
En í morgun kom konan ekki inn. Í hennar stað settist akfeitur maður á miðjum aldri í sætið fyrir framan mig. Hann var í blárri úlpu og lyktaði af harðfiski. Mér leið illa. Ég ákvað að fara í megrun.

Engin ummæli:

Rollerblades at night