7.6.06

Örvænting

Strætóbílstjórinn keyrði sem óður væri frá Reykjalundi og upp að Hafravatnsbiðskýlinu. Ég þurfti að halda mér fast þegar hann brunaði upp og niður bogadregna dalinn sem vegurinn frá Reykjalundi liggur um. Svo hamraði vagninn yfir tvær hraðahindranir svo þær skáru undan botninum og var nærri oltinn þegar hann tók sveiginn á Hafravatnsplaninu. Þar stökk strætisvagnabílstjórinn út, inn í eitthvað kofaskrifli sem stóð þarna og skellti á eftir sér.
Sá hefur þurft á klósettið!

Engin ummæli:

Rollerblades at night